Vegna takmarkana á skólahaldi frá 10.12.2020 *UPPFÆRT*

UPPFÆRT:

Ekki hefur orðið nein rýmkun á fjöldatakmörkunum í 5. - 10. bekkjum í skólastarfi. Við komum því til með að keyra sömu stundaskrár og við höfum unnið eftir síðustu daga.

Við ætlum þó að reyna að koma hluta af desember viðburðum á dagskrá, á morgun verður vasaljósafriðarganga. Sendur hefur verið út póstur bæði til starfsmanna og heimila vegna hennar. Veðurspá er ágæt.

Að lokinni vasaljósafriðargöngu verður gangasöngur, þátttakendur verða nemendur 2., 3. og 8. bekkja. Sent hefur verið út plan vegna söngsins. FUGG: Fagráð um góðan gangasöng, sendir út lögin sem sungin verða síðar í dag.

Mánudaginn 14. desember klukkan 9:35 verður gangasöngur með nemendum 4., 6. og 9. bekkja, hólfaskipt.
Miðvikudaginn 16. desember klukkan 9:35 verður gangasöngur með nemendum 1., og 10. bekkja, hólfaskipt.
Fimmtudaginn 17. desember verða ekki litlu jól - jólaböll, heldur hefðbundinn dagur í því skipulagi sem unnið hefur verið eftir. Gangasöngur klukkan 9:35 með nemendum 5., 7., og 10. bekkjum , hólfaskipt.
Föstudaginn 18. desember er kertadagur, umsjónarkennarar senda út skipulag vegna hans.

Síðasti dagur á Skólaseli þetta árið er 18. desember.

Bestu kveðjur og ég vona heitt og innilega að þið eigið góða daga á aðventunni.

Sævar Þór Helgason
Grunnskólinn í Hveragerði

---

Komið þið sæl,

Enn er ekki að fullu ljóst hverjar verða endanlegar breytingar á skólastarfi frá og með morgundeginum í kjölfar nýrra tilslakana á sóttvarnarráðstöfunum frá 10. desember 2020.

Ljóst er að 2 metra reglan í skólastarfi fyrir 8. - 10. bekk er afnumin sem og grímuskylda þessara nemenda.

Það sem helst vantar eru upplýsingar um er rýmkun á fjöldatakmörkunum í 5. - 10. bekk í samræmi við tilkynningu heilbrigðisráðherra um börn sem fædd eru 2005 og síðar. Ef breyting verður á takmörkunum á fjölda nemenda í hóp í 5. - 10. bekk ætti skólastarf að geta hafist með eðlilegum hætti.

Þar sem ekki eru allar upplýsingar komnar fram vegna takmarkanna verður skólastarf á morgun, 10.12.20 með saman hætti og gefið var út áður, varðandi upphaf og lok skóladags, íþróttir og smiðjur.

Fylgist með tölvupósti og fréttum.

Bestu kveðjur,

Sævar Þór Helgason, skólastjóri.