Vegna takmarkana á skólahaldi 2.12-9.12.20

Komið þið sæl.

Eins og kom fram í pósti okkar 17.11 þá er starfsemi við Grunnskólann í Hveragerði skipulögð í kringum þær takmarkanir sem tóku gildi miðvikudaginn 18. nóvember. Takmörkunin gilti til 1. desember og hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að framlengja gildandi reglugerð til 9. desember í samræmi við minnisblað sóttvarnalæknis;

https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Minnisbla%c3%b0%20s%c3%b3ttvarnal%c3%a6knis%20dags.%2029.%20n%c3%b3v.-%20r%c3%adkisstj%c3%b3rn%201.%20des.pdf

Í auglýsingunni segir í 4. gr. grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum með 2 metra nálægðartakmörkunum milli starfsfólks.

Á næstu dögum komum við smiðjum að hjá 4.-7. bekkjum. Skipulag smiðja og aðrar breytingar verða kynntar í tölvupóstum á morgun 2.12. Allt skólastarf er í skoðun og stanslausu endurmati í þessum takmarkandi aðstæðum. Við höfum verið heldur strangari en reglugerðin segir til um t.d. vegna þess að einungis tveir inngangar eru inn í aðalbygginu skólans og nemendur koma og fara á mismunandi tímum. Í húsinu er ein kaffistofa, tvö salerni fyrir starfsfólk (70 starfsmenn). 14 salerni innan aðalbyggingar fyrir nemendur. Í þessari þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hafa um tíu þúsund börn á leik- og grunnskólaaldri þurft að fara í sóttkví. Í gær höfðu 7.856 börn á aldrinum sex til fimmtán ára farið í sóttkví og við viljum helst komast hjá því að hafa fólk í sóttkví í desember eða á jólum.

. Grímuskylda kennara vegna nálægðar við nemendur gildir gagnvart nemendum í 8.-10. bekk, en ekki yngri nemendum.
. Reglur um blöndun, fjölda, grímunotkun og nálægð gildi ekki á útisvæðum leik- og grunnskóla.
. Um fjölda í íþrótta- og tómstundastarfi fari eftir leik- og grunnskólareglunum, þ.e. hámark 50/25.
. Nemendur í 1.-7. bekk eru undanþegnir 2 metra nálægðartakmörkun sem og grímuskyldu.
. Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í 1.-7. bekk í hverju rými.
. Ekki er hægt að ná 2 metra nálægðartakmörkunum í Grunnskólanum í Hveragerði, því þurfa allir nemendur 8.-10. bekkja að ganga með grímur inni í skólanum.
. Ekki skulu vera fleiri en 25 nemendur í 8.-10. bekk í hverju rými.

Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til, þá beri þeir andlitsgrímur. Aðrir en starfsmenn sem koma inn í grunnskóla, svo sem kennarar tónlistarskóla, starfsfólk skólaþjónustu og vegna vöruflutninga, skulu bera andlitsgrímur.

. Við forðumst að blanda saman aldurshópum nemenda.
. Nemendur 1.-3. bekkja fá hádegismat í skólanum, aðrir ekki.
. Samkvæmt leiðbeiningum sérfræðinga hjá embætti landlæknis mega kennarar skipta um nemendahóp sé þess þörf, best er þó ef hægt er að forðast slíkt.
. Sama á við blöndun hópa utan skóla og innan.
. Hvorki er boðið upp á hafragraut né ávexti þennan tíma.
. Vatnsvélar eru ekki aðgengilegar þennan tíma.
. Skipulag skóladagsins verður með öðrum hætti en samkvæmt hefðbundinni stundaskrá.

Bestu kveðjur,
Sævar Þór Helgason.
Grunnskólinn í Hveragerði.