Breytingar á skólastarfi

Komið þið sæl.

Á upplýsingafundi stjórnvalda í dag kom fram að breytingar eru framundan á skólastarfi. Reglugerð verður unnin um helgina í samstarfi menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra. 

Skólastarf fellur niður að minnsta kosti mánudaginn 2. nóvember. Starfsfólk skólans undirbýr óhefðbundið skólastarf næstu tvær til þrjár vikur þann dag. Engin starfsemi verður í Bungubrekku (Skólasel og Skjálftaskjól). 

Fylgist með póstum frá okkur.

Sævar Þór Helgason, skólastjóri.