Vegna takmarkana á skólahaldi 18.11-1.12.20 **UPPFÆRT**

Komið þið sæl,

Eins og kom fram í pósti okkar í gær þá er starfsemi við Grunnskólann í Hveragerði er skipulögð í kringum þær takmarkanir sem taka gildi miðvikudaginn 18. nóvember. Takmörkunin gildir til 1. desember. Í auglýsingunni segir í 4. gr. grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum með 2 metra nálægðartakmörkunum milli starfsfólks.

Í gær kom svo viðbót við minnisblað sóttvarnalæknis:
· Tveggja metra regla og grímuskylda verði afnumin í 5.-7. bekk. Áfram verði tveggja metra regla og grímuskylda nemenda í 8.-10. bekk í samræmi við fyrri tillögur.
· Grímuskylda kennara vegna nálægðar við nemendur gildi gagnvart nemendum í 8.-10. bekk, en ekki yngri nemendum.
· Reglur um blöndun, fjölda, grímunotkun og nálægð gildi ekki á útisvæðum leik- og grunnskóla.
· Um fjölda í íþrótta- og tómstundastarfi fari eftir leik- og grunnskólareglunum, þ.e. hámark 50/25.

Staðan hjá okkur næstu daga verður því:
. Nemendur í 1.-7. bekk eru undanþegnir 2 metra nálægðartakmörkun sem og grímuskyldu.
. Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í 1.-7. bekk í hverju rými.
. Ekki er hægt að ná 2 metra nálægðartakmörkunum í Grunnskólanum í Hveragerði, því þurfa allir nemendur 8.-10. bekkja að ganga með grímur inni í skólanum. Nemendur eru vinsamlega beðnir um að koma með grímur.
. Ekki skulu vera fleiri en 25 nemendur í 8.-10. bekk í hverju rými.

------

Komið þið sæl.

Starfsemi við Grunnskólann í Hveragerði er skipulögð í kringum þær takmarkanir sem taka gildi miðvikudaginn 18. nóvember. Takmörkunin gildir til 1. desember.

Í auglýsingunni segir í 4. gr. grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum með 2 metra nálægðartakmörkunum milli starfsfólks.

. Nemendur í 1.-4. bekk eru undanþegnir 2 metra nálægðartakmörkun sem og grímuskyldu.
. Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í 1.-4. bekk í hverju rými.
. Ekki er hægt að ná 2 metra nálægðartakmörkunum í Grunnskólanum í Hveragerði, því þurfa allir nemendur 5.-10. bekkja að ganga með grímur inni í skólanum. Nemendur eru vinsamlega beðnir um að koma með grímur, allavega á meðan skólinn bíður eftir pöntun.
. Ekki skulu vera fleiri en 25 nemendur í 5.-10. bekk í hverju rými.

Breyting frá reglugerð sem útgefin var út fyrr í mánuðinum og gilti 3.-17. nóvember:
. Skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf, þ.m.t. starf félagsmiðstöðva, barna á grunnskólaaldri er heimilt frá og með miðvikudeginum 18.11.2020.

Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til, þá beri þeir andlitsgrímur. Aðrir en starfsmenn sem koma inn í grunnskóla, svo sem kennarar tónlistarskóla, starfsfólk skólaþjónustu og vegna vöruflutninga, skulu bera andlitsgrímur. Við ætlum að verja nemendur okkar og starfsfólk fyrir smiti í skólanum.

o Við forðumst að blanda saman hópum nemenda.
o Nemendur 1.-3. bekkja fá hádegismat í skólanum, aðrir ekki.
o Samkvæmt leiðbeiningum sérfræðinga hjá embætti landlæknis mega kennarar skipta um nemendahóp sé þess þörf, best er þó ef hægt er að forðast slíkt.
. Sama á við blöndun hópa utan skóla og innan.
o Hvorki er boðið upp á hafragraut né ávexti þennan tíma.
. Vatnsvélar eru ekki aðgengilegar þennan tíma.
o Skipulag skóladagsins verður með öðrum hætti en samkvæmt hefðbundinni stundaskrá.
o Við sinnum nemendum eftir því skipulagi sem gefið var út 2.11.2020.

Tímasetningar upphafs og loka skóladags sem hafa verið viðhafðar síðustu daga halda sér út þessa viku a.m.k. Skólabílar ganga eins, allir vikudagar með sömu tímasetningar. Allir árgangar fá einn íþróttatíma í þessari viku. Nánar kynnt síðar.

Skólasel er opið, fyrir þá sem þar eru skráðir.

Eins og með önnur mannanna verk þá er útgefið skipulag reglulega endurmetið.

Þemadögum er frestað um eina viku, verða því dagana 1.12-4.12.

Bestu kveðjur,

Sævar Þór Helgason
Grunnskólinn í Hveragerði