Komið þið sæl.
English below.
Starfsemi við Grunnskólann í Hveragerði verður skipulögð í kringum þær takmarkanir sem taka gildi á morgun, 3. nóvember. Takmörkunin gildir til 17. nóvember. Í auglýsingunni segir í 4. gr. grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum með 2 metra nálægðartakmörkunum milli starfsfólks.
. Nemendur í 1.-4. bekk eru undanþegnir 2 metra nálægðartakmörkun sem og grímuskyldu.
. Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í 1.-4. bekk í hverju rými.
. Ekki er hægt að ná 2 metra nálægðartakmörkunum í Grunnskólanum í Hveragerði, því þurfa allir nemendur 5.-10. bekkja að ganga með grímur inni í skólanum. Nemendur eru vinsamlega beðnir um að koma með grímur, allavega á meðan skólinn bíður eftir pöntun.
. Ekki skulu vera fleiri en 25 nemendur í 5.-10. bekk í hverju rými.
Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til, þá beri þeir andlitsgrímur. Aðrir en starfsmenn sem koma inn í grunnskóla, svo sem kennarar tónlistarskóla, starfsfólk skólaþjónustu og vegna vöruflutninga, skulu bera andlitsgrímur. Við ætlum að verja nemendur okkar og starfsfólk fyrir smiti í skólanum.
o Við forðumst að blanda saman hópum nemenda.
o Nemendur 1.-3. bekkja fá hádegismat í skólanum, aðrir ekki.
o Samkvæmt leiðbeiningum sérfræðinga hjá embætti landlæknis mega kennarar skipta um nemendahóp sé þess þörf, best er þó ef hægt er að forðast slíkt.
o ATHUGIÐ - ef krakkar vilja leika saman eftir skóla þá er æskilegt að leikfélagarnir séu úr sama bekk. Helst leika úti. Sama á við blöndun hópa utan skóla og innan.
o Hvorki er boðið upp á hafragraut né ávexti þennan tíma.
. Vatnsvélar eru ekki aðgengilegar þennan tíma.
o Skipulag skóladagsins verður með öðrum hætti en samkvæmt hefðbundinni stundaskrá.
o Við sinnum nemendum í því skipulagi sem gefið er út, kemur í tölvupósti frá deildarstjórum í dag.
Líkt og í því ástandi sem uppi var síðastliðið vor hafa foreldrar val um að halda börnum sínum heima. Það ber að tilkynna líkt og með önnur forföll.
Skólabíllinn heldur fyrstu ferð eins og venjulega, kl. 7:30 frá fyrsta bæ. Heimferðir verða kl. 12:00 frá skólanum og kl. 15:15 frá Bungubrekku. Nemendur í 5.-10. bekk og fullorðnir þurfa að bera grímur en grímuskylda er ekki á börnum í 1.-4. bekk. Leitast skal við að halda sem mestri fjarlægð og kostur er og huga vel að hreinlæti og sóttvörnum í skólabílum.
Skólasel er opið, fyrir þá sem þar eru skráðir. Þeim sem geta verið án þjónustu Skólasels þennan tíma er þakkað sérstaklega, en allt sem léttir starfsemina í húsinu er vel þegið.
Eins og með önnur mannanna verk þá er útgefið skipulag reglulega endurmetið.
Takmarkið með þessum hertu aðgerðum er að verja heilbrigðiskerfið. Landspítalinn er nú þegar á neyðarstigi og gríðarlega mikilvægt að hefta samfélagslegt smit.
Við erum í þessu saman og ætlum að sigra þennan veirufjanda í sameiningu og verða best miðað við höfðatölu að sigra COVID-19.
Bestu kveðjur,
Sævar Þór Helgason,
Grunnskólinn í Hveragerði.
School activities will be organized around the restrictions that will take effect tomorrow, 3 November. The restriction is valid until November 17. Students in classes 1.-4. are exempt from the 2 meter proximity restriction as well as the mask obligation. There shall be no more than 50 students in classes 1-4. class in each space. Students in classes 1.-3. get lunch at school, others have lunch at home.
It is not possible to reach the 2 meter proximity limit in classes 5.-10., those students need to wear masks inside the school. Students are kindly requested to bring their own masks, at least while the school waits for an order. There shall be no more than 25 students in classes 5.-10. in each space. Parents and relatives are kindly asked not to enter the school building unless there is an urgent need, in such cases they have to wear masks. For further information please contact the school office, tel. 483-0800.