Lestrarátökin

Lestrarátök sem byrjuðu í öllum árgöngum um miðjan október er nú lokið. Markmiðið með átakinu var að auka leshraða, lestrarlag og lesskilning. Nemendur voru með sérstakt leshefti með lestextum frá Menntamálastofnun til að lesa í heima og hér í skólanum. Nemendur eru um þessar mundir lestrarprófaðir í skólanum til að meta framfarir og niðurstöður gefa til kynna að góður árangur hafi náðst víða.