Ljóðasamkeppni grunnskólanema

Úrslit í ljóðasamkeppni grunnskólanema, Ljóðaflóð 2020, liggja nú fyrir. Menntamálastofnun, í samstarfi við KrakkaRúv, efndi til keppninnar í tilefni af degi íslenskrar tungu. Í keppninni var ljóðformið frjálst og ánægjulegt að sjá hversu fjölbreytt ljóð bárust, bæði hvað varðar form og innihald en efni þeirra var m.a. um lífið sjálft, jafnrétti, samskipti, gleði, sorg, náttúruna og veiruna sem herjar á heiminn.

Vinningshafi Ljóðaflóðs á yngsta stigi - Hera Fönn Lárusdóttir í 4. bekk GÍH. Til hamingju Hera!

SMELLTU HÉR