Foreldraviðtöl í síma eða tölvu

Komið þið sæl.

Miðvikudaginn 20. janúar nk. er foreldradagur hér í skólanum. Að öllu jöfnu hafa nemendur komið í skólann þessa daga til viðtals við umsjónarkennara, ásamt aðstandendum.

Um þessar mundir skulu foreldrar og aðstandendur almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema nauðsyn beri til.
Þar af leiðandi verður boðið upp á rafræn foreldraviðtöl að þessu sinni, annað hvort gegnum Teams eða í síma.

Við höldum okkur við þann sið að aðstandendur bóki viðtölin sjálfir í gegnum Mentor. Skráning viðtala hefst eftir hádegi í dag. Lokadagur skráningar er á mánudag.
Vinsamlega skráið í reitinn "Skilaboð til kennara" hvort óskað sé eftir viðtali í Teams eða í síma.

Leiðbeiningar um bókun foreldraviðtala eru í þessu stutta myndbandi frá Mentor: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM

Ef eitthvað er óljóst biðjum við ykkur að hafa samband við umsjónarkennara eða skrifstofu skólans.

Kærar kveðjur,
stjórnendur GíH.