Vasaljósafriðargangan

Það var eftirvænting í lofti í morgun þegar vinabekkir skólans hittust og gengu hina árlegu vasaljósafriðargöngu. Nemendur og starfsfólk lögðu af stað með vasaljósin og gengið var inn í myrkrið að útistofunni Lundi undir Hamrinum. Þar var búið að kveikja eld og allir höfðu það notalegt um stund.