Komið þið sæl. Í myrkrinu á morgnana er mikilvægt að benda á að gangandi vegfarendur sjást illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða.
Notkun endurskinsmerkja er þess vegna nauðsynleg. Þau eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau á eftirfarandi stöðum:
Þá virkar endurskin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr og betur sem ökumenn greina óvarða vegfarendur þeim mun minni líkur eru á að slys verði. Það er staðreynd að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og því getur notkun endurskinsmerkja skipt verulegu máli.
Skólamörk 6 | 810 Hveragerði Sími: 483-0800 Netfang: grunnskoli@hveragerdi.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:30 - 14:00 alla virka daga. Allar helstu upplýsingar má finna á heimasíðu skólans. Sé erindið brýnt er hægt að óska eftir símtali hér |
VISKA -- VIRÐING -- VINÁTTA