Notkun endurskinsmerkja

Komið þið sæl. Í myrkrinu á morgnana er mikilvægt að benda á að gangandi vegfarendur sjást illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða.

Notkun endurskinsmerkja er þess vegna nauðsynleg. Þau eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau á eftirfarandi stöðum:

  • Fremst á ermum 
  • Hangandi meðfram hliðum 
  • Á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum  

Þá virkar endurskin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr og betur sem ökumenn greina óvarða vegfarendur þeim mun minni líkur eru á að slys verði. Það er staðreynd að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og því getur notkun endurskinsmerkja skipt verulegu máli.

Sjá nánar á vef Samgöngustofu