Litlu jól og kertadagur

Komið þið sæl. Á mánudag eru litlu jól hér í skólanum. Nemendur mæta þennan dag á hefðbundnum tíma kl. 08:30. Á jólaböllum eru nemendur snyrtilegir til fara og ekki er gert ráð fyrir aðstandendum á jólaböllum skólans.

YNGSTA STIG - litlu jól
Á yngsta stigi verður jólaballið kl. 10:00-11:30 í íþróttahúsinu og eftir það er hádegismatur. Skóla lýkur kl. 12:00 þennan dag og Bungubrekka opnar á sama tíma.

MIÐSTIG / ELSTA STIG - litlu jól
Á miðstigi og elsta stigi lýkur skóla kl. 11:30 og síðar sama dag, kl. 13:30-15:00 er sameiginlegt jólaball (mætingarskylda) í íþróttahúsinu.

KERTADAGUR
Á þriðjudag er svo kertadagur. Nemendur mæta á hefðbundnum tíma, vel til fara, með kerti og sparinesti er leyfilegt þennan dag. Skóladegi lýkur kl. 10:00 og Bungubrekka opnar á sama tíma. Athygli er vakin á viðmiðum um sparinesti, sjá hér:
https://grunnskoli.hveragerdi.is/static/files/Efni/Ymislegt/nesti.pdf

Skólatöskur eru ekki nauðsynlegar þessa tvo síðustu daga fyrir jólafrí.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Skólastarf hefst á nýjan leik 3. janúar 2023.