Vasaljósafriðarganga

Það var eftirvænting í lofti á föstudagsmorgun sl. þegar nemendur Grunnskólans í Hveragerði gengu hina árlegu vasaljósafriðargöngu að Lundi, útistofu skólans undir Hamrinum.

Vinabekkir gengu saman ásamt starfsfólki og á áfangastað var búið að kveikja eld, eldri nemendur buðu þeim yngri upp á heitt kakó og sungu svo saman fáein lög. Veðrið gat ekki verið betra, logn og heiðskírt.

Þetta er ein af þeim fjölmörgu skemmtilegu hefðum skólans um þetta leyti. Má þar einnig nefna góðgerðarþema og góðgerðardag, gangasöng, íþróttadag, jólapeysudag o.fl. Vert er að geta þess að á gangasöng 16. desember nk. mun skólinn afhenda Einstökum börnum styrk en það er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni.

Sjá eldri frétt HÉR