Fréttir

Frá bæjarstjóra 14.1.2022

Kæru foreldrar og forráðamenn, Í dag eru 138 Hvergerðingar skráðir í sóttkví og 79 í einangrun. Þessi mikli fjöldi smita hefur áhrif á fjölmargar fjölskyldur og flestar stofnanir og fyrirtæki bæjarins. Forstöðumenn skólastofnana, formaður fræðslunefndar og bæjarstjóri funda reglulega og meta á hverjum degi þá stöðu sem þá er uppi.
Lesa meira

Jólakveðja

Frá nemendum og starfsfólki Grunnskólans í Hveragerði... Gleðileg jól og farsælt komandi ár...
Lesa meira

Styrkur veittur til Dropans

Síðastliðin ár hafa nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Hveragerði haldið góðgerðarþema, þemað féll niður árið 2020 vegna heimsfaraldurs Covid. Góðgerðadagurinn er lokadagur árlegs þema. Tilgangur góðgerðaþemans er að efla samkennd nemenda og láta um leið gott af sér leiða. Þrír dagar fara í vinnu þar sem ýmis varningur oft tengdur jólahátíðinni er útbúinn og fjórði dagurinn Góðgerðardagurinn hefur verið með þeim hætti að skólinn breytist í risastórt markaðstorg þar sem varningurinn er til sölu. Góðgerðardagurinn var haldinn föstudaginn 3. desember síðastliðinn. Dagurinn var ekki með hefðbundnu sniði þetta árið heldur var opnuð vefverslun þar sem fólk keypti varninginn.
Lesa meira