Fréttir

Samkomubann og börn

Skólar, leikskólar og íþróttafélög hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum. Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum.
Lesa meira

Skólahald fellt niður 16. mars til og með 23. mars

Komið þið sæl. Þetta eru mjög sérstakir tímar sem við lifum og við erum í aðstæðum sem ekkert okkar þekkir. Við getum þó sagt að við erum að takast á við krísuástand á heimsvísu. Þar sem fjöldi starfsmanna og nemenda hafa verið settir í heimasóttkví hefur skólastjóri að höfðu samráði við bæjarstjóra ákveðið að fella niður hefðbundið skólahald dagana 16. mars til og með 23. mars.
Lesa meira

Tilskipun um sóttkví

Komið þið sæl gott fólk. Starfsmaður við Grunnskólann í Hveragerði hefur greinst með Covid-19 og fór af stað ferli sem er á ábyrgð sóttvarnayfirvalda og almannavarna. Rakningarteymi á vegum almannavarna hefur rakið ferðir hins smitaða og haft var samband við skólastjóra áðan. Nemendur eftirtalinna......
Lesa meira

Breytingar - Skipulagsdagur 16.03.20

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Um er að ræða tímabilið frá 16. mars til 12. apríl. Markmið með takmörkun skólastarfs er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 farsóttar......
Lesa meira

Útikennsla í 3. bekk

Nemendur í 3. bekk fara reglulega í útikennslu, í hverri viku. Í vikunni voru þau að læra um útilistaverk og fóru eftir það út í Listigarð og unnu sín eigin listaverk. Þau fengu frjálsar hendur með útfærslu á því en urðu að notast við þann efnivið sem þau fundu þar á jörðinni...
Lesa meira

Ríkislögreglustjórinn - Almannavarnadeild

Komið þið sæl. Skólar starfa nú samkvæmt viðbragðsáætlunum sínum og bregðast við aðstæðum með hliðsjón af fyrirmælum sóttvarnarlæknis og almannavarna. Mikilvægt er að nemendur, foreldrar og forráðamenn geri það einnig.....
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk var haldin í Grunnskólanum í Hveragerði síðastliðinn fimmtudag og var hin hátíðlegasta að vanda. Lokahátíðin er samstarfsverkefni grunnskólanna, Radda, skólaþjónustu Árborgar og Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Skólarnir sem áttu fulltrúa á þessari lokahátíð voru Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, Grunnskólinn í Hveragerði, Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Sunnulækjarskóli og Vallaskóli. Á lokahátíðinni kepptu þrír nemendur frá hverjum skóla sem höfðu verið valdir í forkeppnum í sínum skóla.
Lesa meira

Vegna Covid-19

Upplýsingar til foreldra. Ágætu foreldrar / forráðamenn. Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins...
Lesa meira

Enska smásagnakeppnin

Í síðustu viku voru veitt verðlaun í Ensku smásagnakeppninni 2019, sem Félag enskukennara á Íslandi (FEKÍ) heldur árlega. Verðlaunaafhendingin fór fram við hátíðlega athöfn að Bessastöðum, þar sem Eliza Reid forsetafrú ásamt stjórn FEKÍ, tók á móti vinningshöfum og voru nemendur verðlaunaðir fyrir glæsilegan árangur.
Lesa meira

Kór ML í heimsókn

Kór Menntaskólans að Laugarvatni söng fyrir elstu nemendur skólans að morgni föstudagsins 28. febrúar sl. Kórfélagar eru um 100 og fylltu húsið með samhæfðum tónum við fallegan fögnuð áheyrenda. Ekki var laust við að starfsfólk grunnskólans hafi fyllst sérstöku stolti við að sjá fjölda „gamalla“ nemenda meðal kórfélaga.
Lesa meira