Góðgerðarþema

Komið þið sæl.

Í þessari viku verður góðgerðarþema í skólanum skv. skóladagatali þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag (skólatöskur óþarfar þessa daga, nóg að koma með nesti). Þá munu nemendur skólans vinna við að framleiða allskyns afurðir sem verða svo seldar á góðgerðardegi skólans, föstudaginn 2. desember nk. Þá verður markaðstorg í íþróttahúsinu og kaffihús í mötuneyti skólans frá 9:30-12:00. Eftir kosningar hér í skólanum mun Grunnskólinn í Hveragerði þetta árið styrkja Einstök börn sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag lýkur skóla 12:50 og opnar frístundaheimili þá fyrir nemendur sem þar eru skráðir. Á sjálfan góðgerðardaginn verður ekki hádegismatur í skólanum og þeir nemendur sem eru skráðir í frístund fá viðbótarhressingu þar. Skóla lýkur þennan dag 12:30.

Bestu kveðjur frá GÍH.