Félagarnir Gunnar Helgason og Felix Bergson mættu í heimsókn í morgun með listviðburðinn Ein stór fjölskylda fyrir 4.-8. bekki skólans.
Gunnar hélt fyrirlestur um hvernig á að skrifa geggjaðar sögur og inn í þann fyrirlestur blandaði Felix pælingum um fjölskyldur og mismunandi fjölskylduform. Þeir svöruðu svo spurningum og pælingum krakkanna. Að fyrirlestrum loknum skemmtu þeir krökkunum og öðrum gestum með söng og glensi.
Viðburðurinn er hluti af verkefninu List fyrir alla sem ætlað er að miðla listviðburðum um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum.
Sjá nánar hér:
https://listfyriralla.is/event/ein-stor-fjolskylda-gunni-og-felix-heimsaekja-skolann-thinn/
Skólamörk 6 | 810 Hveragerði Sími: 483-0800 Netfang: grunnskoli@hveragerdi.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:30 - 14:00 alla virka daga. Allar helstu upplýsingar má finna á heimasíðu skólans. Sé erindið brýnt er hægt að óska eftir símtali hér |
VISKA -- VIRÐING -- VINÁTTA