Í dag fór fram nemendaþing í skólanum. Markmið þeirra eru:
- Að veita nemendum tækifæri til að taka þátt í lýðræðislegri samræðu um málefni sem hefur merkingu fyrir daglegt líf þeirra og skipulag skólastarfsins
- Að efla vitund nemenda um eigin áhrif í skólastarfið
- Að fá fram sjónarhorn nemenda í ýmsum málaflokkum
- Að fá fram tillögur frá nemendum um hvað hægt er að gera til að hafa jákvæð áhrif á daglegt starf í skólanum og víðar
Fulltrúar úr öllum árgöngum tóku þátt og var meginstefið umræða um upphaf skólastarfs á morgnana. Skjátími og svefntími ungmenna bar einnig á góma og eins voru nemendur m.a. spurðir að því hvað vantar í skólann eða á skólalóð. Þá var spurt hvort Grunnskólinn í Hveragerði ætti að fá nýtt nafn. Afar áhugaverðar umræður áttu sér stað og tókst nemendaþingið afar vel.
Skólamörk 6 | 810 Hveragerði Sími: 483-0800 Netfang: grunnskoli@hveragerdi.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:30 - 14:00 alla virka daga. Allar helstu upplýsingar má finna á heimasíðu skólans. Sé erindið brýnt er hægt að óska eftir símtali hér |
VISKA -- VIRÐING -- VINÁTTA