Grunnskólinn í Hveragerði er þátttakandi í Erasmus verkefni ásamt Grunnskólanum í Þorlákshöfn.
Aðalmarkmið verkefnisins er að leggja áherslu á hvað við eigum sameiginlegt sem er svo ótal margt þrátt fyrir að við komum frá ólíkum menningarheimum og höfum mismunandi tungumál, útlit og siði. Með því að hittast, kynnast og taka þátt í fjölbreyttum verkefnum verður lögð áherslu á góð og mikilvæg gildi eins og gagnkvæma virðingu, bræðralag og samkennd.
Það styttist í fyrstu ferðina en 19.mars fer Sigríður Sigurðardóttir kennari í GíH ásamt tveimur nemendum í 8.bekk, þeim Ríkeyju S Kristínardóttur og Mörtu E Arinbjarnar til Tyrklands. Stelpurnar eru búnar að vera duglegar í undirbúningnum og gengu meðal annars í hús um daginn og seldu túlípana til að fjárafla aðeins fyrir ferðinni. Flottir fulltrúar sem skólinn sendir í þessa ferð.
Skólamörk 6 | 810 Hveragerði Sími: 483-0800 Netfang: grunnskoli@hveragerdi.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:30 - 14:00 alla virka daga. Allar helstu upplýsingar má finna á heimasíðu skólans. Sé erindið brýnt er hægt að óska eftir símtali hér |
VISKA -- VIRÐING -- VINÁTTA