Dagur íslenskrar náttúru

Þann 16. september 2010, á 70 ára afmæli Ómars Ragnarssonar, var ákveðið að sá dagur yrði upp frá því tileinkaður íslenskri náttúru. Felst í þessu viðurkenning á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að fræða um íslenska náttúru. Markmiðið með degi íslenskrar náttúru er að beina sjónum landsmanna að hinni einstöku náttúru landsins, gögnum hennar og gæðum.

4. bekkur fór í skemmtilegt verkefni í tilefni dagsins, bekkjunum var skipt í hópa sem fóru svo á mismunandi svæði í Hveragerði til að safna laufi og skoða náttúruna og hvernig haustið hefur haft áhrif á náttúruna hér í okkar nærumhverfi. Krakkarnir munu pressa laufið og útbúa listaverk úr laufblöðunum.

Fleiri myndir má finna á samfélagsmiðlum skólans: HÉR