Aðalfundur foreldrafélags GÍH

Aðalfundur foreldrafélags Grunnskólans í Hveragerði verður haldinn mánudaginn 26. september kl. 18:00 á sal skólans. Allir foreldrar eru hvattir til að mæta og sýna þannig í verki stuðning við skólagöngu barna sinna. Virkir foreldrar gera góðan skóla enn betri og hafa jákvæð áhrif á allt skólastarf. Léttar veitingar í boði.

Dagskrá aðalfundar:

1) Hefðbundin aðalfundarstörf
2)Bekkjatenglafundur.