Kvennaverkfall 24.10.23

Grunnskólinn í Hveragerði og Frístundamiðstöðin Bungubrekka - Kvennaverkfall 24. október
 

Ekki verður hægt að halda úti hefðbundnu skólastarfi þennan dag. Mötuneyti verður ekki starfrækt. Móttaka nemenda verður samkvæmt áætlunum skólans þegar út hafa verið gefnar veðurviðvaranir; tekið á móti þeim nemendum sem mæta.

Skipulag fyrir starfseiningar Bungubrekku. ATHUGIÐ: Veikindi og forföll starfsfólks geta haft áhrif og þá getur komið upp sú staða að allt starf í Bungubrekku falli niður. 

Frístundaheimilið Brekkubær: Starfið í frístundaheimilinu verður skert að miklu leyti og ekki verður hægt að tryggja fagstarf. Dagskrá verður einfölduð. Að öllum líkindum verður aðeins einföld listasmiðja í boði og bíómynda áhorf. Síðdegishressing verður í boði en með einföldu sniði. 

Rafíþróttaklúbburinn C3LL4R: Æfingar dagsins verða ekki fyrir áhrifum og verða á sínum stað. 

Félagsmiðstöðin Skjálftaskjól: Opið verður í félagsmiðstöðinni eins og vanalega. 16:30-18:00 fyrir 5.-7. bekk og 19:30-21:45 fyrir 8.-10. bekk. 

https://kvennasogusafn.is/index.php?page=kvennafri