Viðbrögð við óveðri

Hér meðfylgjandi eru viðbrögð Grunnskólans í Hveragerði við óveðri.

Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn fylgist vel með fréttum af veðri sem gæti haft áhrif á skóla- og frístundastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni.

Gul viðvörun / Appelsínugul viðvörun

Forsjáraðilar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í/úr skóla/frístund. Mikilvægt er að fylgjast með tilkynningum frá ritara skólans vegna skólaaksturs fyrir þá sem búa í Ölfusi.

Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla/frístund vegna veðurs þá skulu þeir tilkynna skóla/frístund um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Hið sama gildir ef foreldrar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa.

Rauð viðvörun

Þegar rauð viðvörun er í gildi er öllu skóla- og frístundastarfi aflýst. Ritari skólans tilkynnir slíkt í tölvupósti.

https://grunnskoli.hveragerdi.is/static/files/Efni/Stefnur/alm-vedurbaeklingur-forsjaradilar-is.pdf