Hér meðfylgjandi eru viðbrögð Grunnskólans í Hveragerði við óveðri.
Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn fylgist vel með fréttum af veðri sem gæti haft áhrif á skóla- og frístundastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni.
Gul viðvörun / Appelsínugul viðvörun
Forsjáraðilar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í/úr skóla/frístund. Mikilvægt er að fylgjast með tilkynningum frá ritara skólans vegna skólaaksturs fyrir þá sem búa í Ölfusi.
Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla/frístund vegna veðurs þá skulu þeir tilkynna skóla/frístund um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Hið sama gildir ef foreldrar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa.
Rauð viðvörun
Þegar rauð viðvörun er í gildi er öllu skóla- og frístundastarfi aflýst. Ritari skólans tilkynnir slíkt í tölvupósti.
Skólamörk 6 | 810 Hveragerði Sími: 483-0800 Netfang: grunnskoli@hveragerdi.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:30 - 14:00 alla virka daga. Allar helstu upplýsingar má finna á heimasíðu skólans. Sé erindið brýnt er hægt að óska eftir símtali hér |
VISKA -- VIRÐING -- VINÁTTA