Heilsuvernd grunnskólabarna

Sælir ágætu foreldrar, nú er starfsemi heilsuverndar skólabarna loksins að hefjast á þessu skólaári,
því langar mig að kynna stuttlega fyrir ykkur starfsemina sem fer fram á vegum heilsugæslunnar í Grunnskólanum í Hveragerði.

Viðverutími skólahjúkrunarfræðings mun vera fyrir hádegið mánudaga til fimmtudaga.
Á þriðjudögum verð ég með viðveru í stofu 114 en hina dagana er ég með aðstöðu í tónlistarstofunni líkt og hefur verið áður.
Utan þess tíma er alltaf hægt að senda tölvupóst á grunnskoli.hveragerdis@hsu.is, eða leggja fyrir skilaboð hjá ritara skólans eða á heilsugæslunni. Einnig mun Bettý skólahjúkrunarfræðingur í Þorlákshöfn, koma til með að sinna skólahjúkrun hér í Hveragerði að einhverju leyti á þessu skólaári.

Starfsemi heilsuverndar skólabarna er framkvæmd eftir þeim lögum og reglum sem um hana gilda. Á heilsuvefnum Heilsuvera.is er yfirlit yfir áherslur í starfseminni.

https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/throskaferlid/heilsuvernd-barna/heilsuvernd-grunnskolabarna/

Ég hvet ykkur til að kynna ykkur þetta vel og hikið ekki við að hafa samband við mig ef einhverjar spurningar vakna eða þið viljið koma skilaboðum til mín vegna barna ykkar.

Foreldrar barna sem glíma við heilsufarsvanda líkt og langvinna sjúkdóma, bráðaofnæmi eða slíkt eru velkomnir að hafa samband til að veita mikilvægar heilsufarsupplýsingar. En þetta á sérstaklega við foreldra nýrra nemenda eða ef einhverjar breytingar hafa orðið á heilsufari eldri nemenda.

Með bestu kveðjum og von um gott samstarf,

Súsanna María,
skólahjúkrunarfræðingur Grunnskólans í Hveragerði.