Haustþing kennara framundan

Í næstu viku fer fram haustþing kennara, á fimmtudag (eftir skóla) og föstudag (allan skóladaginn). Þingið verður haldið á Flúðum.

Athygli er vakin á því að einn fyrirlesturinn er í höndum íþróttakennara við GÍH. Gunnar Ásgeir Halldórsson, Karl Ágúst Hannibalsson og Rakel Magnúsdóttir munu fjalla um eftirfarandi:

Fyrir þremur árum breyttum við áherslum okkar í íþróttakennslu á elsta stigi með því að taka heildrænni nálgun á kennslu heilbrigðis.
Farið verður yfir breyttar áherslur í kennslunni sem og hvernig námsmat hefur breyst.