Fréttir

Hrekkjavaka

Á laugardaginn er hin árlega hrekkjavaka. Vegna hennar gerðum við okkur glaðan dag en innan þess ramma sem sóttvarnarráðstafanir gera ráð fyrir. Nemendur og starfsfólk skólans máttu koma í búningum, náttfötum eða kósýgalla í dag og taka með sér sparinesti.
Lesa meira

Snjallgangbraut

Í tilkynningu frá Aldísi Hafsteinsdóttur bæjarstjóra kemur fram að snjallgangbraut hefur verið tekin í notkun á Breiðumörk á móts við Skyrgerðina og eykur hún öryggi gangandi vegfarenda til mikilla muna. Uppsetning gangbrautarinnar er afrakstur vinnu umferðaröryggishóps sem starfandi var í Grunnskólanum í Hveragerði en hópurinn óskaði eindregið eftir aðgerðum sem bæta myndu öryggi barna við grunnskólann og á gönguleiðum nálægt skólanum.
Lesa meira

Um viðbragðsáætlun skólans vegna Covid 19

Komið þið sæl. Líkt og áður hefur komið fram var hert á viðbragðsáætlun hjá okkur í Grunnskólanum í Hveragerði með tilkomu þriðju bylgju Covid 19. Við höldum áfram að gæta að sóttvörnum og ætlum að verja nemendur og starfsmenn okkar fyrir smiti í skólanum...
Lesa meira

Lestrarátök að hefjast

Lestrarátök eru að hefjast í skólanum. Markmiðið er að auka leshraða, lesskilning og lestrarlag. Nemendur fá með sér hefti með lestextum til að lesa í heima...
Lesa meira

Vegna auglýsingar heilbrigðisráðherra 4.10.2020

Komið þið sæl. Með tilkomu þriðju bylgju Covid 19 hefur verið hert á viðbragðsáætlun hjá okkur í Grunnskólanum í Hveragerði. Við höldum áfram að gæta að sóttvörnum og ætlum að verja nemendur og starfsmenn okkar fyrir smiti í skólanum. Einn liður í því er að takmarka umgengni utanaðkomandi aðila inn í skólahúsnæðið...
Lesa meira

Fræðsluerindið Leiðarvísir líkamans

Í dag fékk 10. bekkur heimsókn en Hildur Sólveig Sigurðardóttir sjúkraþjálfari flutti fræðsluerindið Leiðarvísir líkamans fyrir nemendur elstu bekkja grunnskólans...
Lesa meira

Aðalfundur og tenglafundur foreldrafélags Grunnskólans í Hveragerði

Til allra foreldra og forráðamanna barna í Grunnskólanum í Hveragerði. Fundarboð fyrir aðalfund foreldrafélags GÍH og tenglafund bekkjatengla GÍH...
Lesa meira

1. bekkir og árstíðirnar

Nemendur í 1. bekkjum eru um þessar mundir að læra um árstíðirnar og þeim breytingum á náttúrunni sem fylgja hverri árstíð. Í dag týndu krakkarnir birkifræ af birkitrjám á skólalóðinni...
Lesa meira

Aðgengi að skólanum þessa viku

Komið þið sæl. Með tilkomu þriðju bylgju Covid 19 hefur verið hert á viðbragðsáætlun hjá okkur í Grunnskólanum í Hveragerði. Við höldum áfram að gæta að sóttvörnum og einn liður í því er að takmarka umgengni utanaðkomandi aðila inn í skólahúsnæðið...
Lesa meira

Sinfóníutónleikar

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands, fjórtán manna klassísk hljómsveit undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar heimsótti Grunnskólann í Hveragerði í vikunni og spilaði fagra tóna fyrir nemendur í 2. og 3. bekkjum.
Lesa meira