Umhverfishreinsun í 7. bekk

Líkt og verið hefur í allan vetur, fór 7. bekkur í umhverfishreinsun á miðvikudagsmorgun. Við ákváðum að fara með alla á þjóðveginn og taka rusl beggja vegna. Þegar hóparnir voru að legga af stað frá N1, komu forsetahjónin keyrandi að og höfðu áhuga á að vita hvað við værum að gera. Við sögðum þeim frá samningnum sem bærinn gerir við 7. bekk um hreinsanir. Þeim fannst framtakið frábært og hrósuðu börnunum mikið fyrir dugnaðinn. Eftir létt spjall kvöddu forsetinn og hans frú og það var skemmtilegt að hlusta á pælingar krakkanna um þau, hversu frábær þau væru og að forsetinn væri ekki í jakkafötum og hvort hann mætti virkilega keyra bílinn sjálfur.

Eftirminnilegur dagur í lífi 12 ára barna í Hveragerði.

Margrét Ísaksdóttir, umsjónarkennari.