Pangea stærðfræðikeppnin

Þeir Eiríkur Gylfi Janusson í 9. bekk og Sigurður Grétar Gunnarsson í 8. bekk náðu þeim frábæra árangri á dögunum að komast alla leið í úrslit Pangea stærðfræðikeppninnar.  Pangea er stærðfræðikeppni fyrir alla nemendur áttundu og níundu bekkja grunnskóla landsins. Aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga hjá ungu fólki á stærðfræði, hvetja þau sem halda að stærðfræði sé of erfið til dáða með því að sýna þeim að þau geti afrekað mikið ef þau reyna, og hvetja efnilegustu nemendurna til áframhaldandi afreka.
 
Úrslitakeppni Pangeu fer fram 18. maí næstkomandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð.