Lokun mötuneytis vegna framkvæmda við 3. áfanga GÍH

Kæru foreldrar og forráðamenn.
Hér koma helstu upplýsingar varðandi lokun mötuneytisins frá og með 22.mars.

- Nemendur 1.-4. bekkja borða hádegismat í Bungubrekku. Þurfa að koma nestaðir í morgunkaffi þar sem hvorki mjólkuráskrift né ávextir í boði. Mötuneytisáskrift verður uppfærð m.t.t. þeirra breytinga.

- Nemendur 5.-10. bekkja þurfa að koma nestaðir fyrir; morgun- og hádegismat. Áskrift hefur verið lokað og eru foreldrar beðnir um að breyta engu fyrr en að opnað verður aftur fyrir áskrift í haust.
- 5. og 6. bekkir fá hádegismat í skólanum einu sinni í viku og verður það skipulag kynnt eftir páska. Ekki verður sérstök áskrift fyrir það þar sem það er hluti af námi.

- Nemendur þurfa að koma með vatnsbrúsa, engin glös verða í boði.

- Nemendur þurfa að koma með verkfæri ef nota þarf slík tól; hnífapör.
- Ekki er mögulegt að þvo upp verkfæri eða leirtau í skólanum.
- Mikilvægt að matvælum sé vel pakkað, box og margnota plastpokar eru vinir okkar þessar vikur fram að sumarfríi.

Það sem í boði verður fyrir nemendur er:
o  Örbylgjuofnar í sal.
o  Samlokugrill í sal.
o  Heitt vatn.

Kær kveðja
Skólastjórnendur