Í dag var fyrsti í fjölmenningarverkefni mötuneytisins þar sem boðið var upp à eþíópískan mat - Doro Wot sem er kjúklingaréttur

Í næstu viku fáum við saltkjöt og baunir á sprengidaginn

21. febrúar fáum við mexíkóskt chile con carne

Síðast en ekki síst fáum við lambapottrétt frá mið-austurlöndum sem kallast bulgar

Þvílík veisla!
Starfsfólk mötuneytisins - veitingadeildar; Möney er toppgengi. Fjölmenningarlegur matseðill er skemmtileg tilbreyting. Kirubel í veitingadeildinni er frá Eþíópíu og Doro Wot kjúklingarétturinn var alveg dásamlega góður.