Tveir vinningshafar í ensku smásagnakeppninni 2023

Heil og sæl.


Það er mér heiður og ánægja að segja frá því við áttum tvo vinningshafa í ensku smásagnakeppninni 2023.
Hera Fönn Lárusdóttir hlaut 1. verðlaun í flokknum 6. - 7. bekkur og Bryndís Klara Árnadóttir hlaut 1. verðlaun í flokknum 8. - 10. bekkur.
Í gær afhenti Eliza Reid forsetafrú þeim verðlaunin við hátíðlega athöfn að Bessastöðum, en gaman er að geta þess að þær hafa báðar unnið til verðlauna í keppninni áður.

Bestu kveðjur,
F.h. enskudeildarinnar,
Ólafur Jósefsson

Verðlaunaafhending á Bessastöðum fyrir enskar smásögur

Verðlaun fyrir enskar smásögur

Enska smásagnakeppnin 2023