04.03.2020
Upplýsingar til foreldra. Ágætu foreldrar / forráðamenn. Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins...
Lesa meira
03.03.2020
Í síðustu viku voru veitt verðlaun í Ensku smásagnakeppninni 2019, sem Félag enskukennara á Íslandi (FEKÍ) heldur árlega. Verðlaunaafhendingin fór fram við hátíðlega athöfn að Bessastöðum, þar sem Eliza Reid forsetafrú ásamt stjórn FEKÍ, tók á móti vinningshöfum og voru nemendur verðlaunaðir fyrir glæsilegan árangur.
Lesa meira
03.03.2020
Kór Menntaskólans að Laugarvatni söng fyrir elstu nemendur skólans að morgni föstudagsins 28. febrúar sl. Kórfélagar eru um 100 og fylltu húsið með samhæfðum tónum við fallegan fögnuð áheyrenda. Ekki var laust við að starfsfólk grunnskólans hafi fyllst sérstöku stolti við að sjá fjölda „gamalla“ nemenda meðal kórfélaga.
Lesa meira
27.02.2020
Öskudagur var tekinn með trompi hér á bæ. Eftir gangasöng og nesti hófst fjörið í íþróttahúsinu sem heppnaðist mjög vel. Ingó veðurguð kom í heimsókn og söng fyrir hópinn, okkar eigin Rakel Magnúsdóttir stýrði dagskránni með glæsibrag og nemendur í 10. bekk hjálpuðu til og sinntu m.a. andlitsmálun fyrir yngri börnin. Bestu þakkir allir sem komu að skipulaginu. Þetta var frábært.
Lesa meira
20.02.2020
Á miðvikudag var haldið þriðja nemendaþing skólaársins sem gekk afar vel. Í þetta sinn voru það nemendur í 3. og 5. bekkjum sem tóku til máls um ýmis málefni. Nemendur voru t.d. spurðir hvað væri best við skólann, hvað þyrfti að laga, hvað vanti á skólalóðina, hvenær skólinn eigi að byrja á morgnana o.fl.
Lesa meira
19.02.2020
Í vikunni fengu nemendur í 6. og 7. bekkjum heimsókn frá landsliðinu í krikket. Nemendur hittu liðið í Hamarshöll og fengu að prófa íþróttina við góðar undirtektir. Þá var söngstund á yngsta stigi en hefð er fyrir því að hver árgangur stígi á svið einu sinni á önn og syngi nokkur lög fyrir aðra nemendur stigsins. Ljúf og skemmtileg stund á yngsta stigi.
Lesa meira
17.02.2020
Um þessar mundir fer fram foreldrakönnun Skólapúlsins fyrir grunnskóla, sem er liður í umbótaáætlun Grunnskólans í Hveragerði. Til viðbótar er óskað eftir því að foreldrar/forráðamenn taki þátt í stuttri viðhorfskönnun, sem einnig er liður í umbótaáætlun skólans.
Lesa meira
13.02.2020
Skólahald fellur niður á morgun í Grunnskólanum í Hveragerði, 14.02.20 þar sem gefin hefur verið út rauð veðurviðvörun og tilmæli frá Ríkislögreglustjóra og Almannavörnum.
Lesa meira
07.02.2020
Í dag var dagur stærðfræðinnar en hann er fyrsta föstudag í febrúar ár hvert. Markmið með degi stærðfræðinnar er að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu og eins að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjá hana í víðara samhengi.
Lesa meira
24.01.2020
Í dag var 100 daga hátíð í skólanum enda hundraðasti skóladagur þessa skólaárs. Af því tilefni var ýmislegt brallað með töluna 100. Smelltu á fréttina til að vita meira :)
Lesa meira