Komið þið sæl.
Árgangagöngur verða á morgun, fimmtudag. Jafnframt eru 1., 4. og 7. bekkir í myndatöku.
Bekkir á elsta stigi fara strax um morguninn en bekkir á yngsta stigi og miðstigi mæta að venju kl. 08:10. Hefðbundin kennsla að morgni en svo fara bekkirnir af stað í göngurnar skömmu eftir kl 10:00.
Þegar komið er úr göngu heldur hefðbundinn skóladagur áfram á yngsta stigi. Miðstig fer í mat eftir göngu og svo heim.
Elsta stig fer heim eftir göngu. 10. bekkur kemur heim annað kvöld. Þeir nemendur í 10. bekk sem fara með í gönguna mæta kl. 10:00 í skólann á föstudag.