Foreldraviðtöl 2. júní

Komið þið sæl.

Þriðjudaginn 2. júní er foreldradagur hér í skólanum. Þá koma nemendur til viðtals við umsjónarkennara, ásamt aðstandendum.

Við höldum okkur við þann sið, að aðstandendur bóki viðtölin sjálfir í gegnum Mentor.

Leiðbeiningar um bókun foreldraviðtala eru í þessu stutta myndbandi frá Mentor: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM

ATH: Opnað verður fyrir bókanir að morgni miðvikudagsins 27. maí og lokað á miðnætti sunnudaginn 31.maí.

Ef einhverjir kjósa frekar að fá símaviðtal þá er sjálfsagt að verða við því.
Ath. Þeir sem það vilja þurfa eftir sem áður að panta tíma, en að auki að senda línu á annaðhvort ritara
eða umsjónarkennara og láta vita að óskað sé eftir símtali.

Ef eitthvað er óljóst biðjum við ykkur að hafa samband við umsjónarkennara, eða skrifstofu skólans.

Kærar kveðjur,

Stjórnendur GíH