Verðlaun fyrir enskar smásögur

Enska smásagnakeppnin 2024

Á hverju ári tekur Grunnskólinn í Hveragerði þátt í ensku smásagnakeppninni í 5. - 10. bekk og og í dag var komið að því að afhenda verðlaun fyrir bestu smásögurnar. Smásögurnar verða að vera skrifaðar á ensku og tengjast ákveðnu þemaorði sem í ár var JOURNEY.

Í desember hófst sýning á bæjarbókasafninu í Sunnumörk á völdum smásögum og er enn hægt að fara þangað að lesa skemmtilegar sögur.

Í febrúar verður upplýst hvaða smásögur vinna til verðlauna í landskeppninni og verða verðlaun afhent á Bessastöðum í mars - vonandi eigum við einhverja vinningshafa þar.

Í síðustu viku voru veitt bókaverðlaun og viðurkenningaskjal fyrir þær smásögur sem þóttu hafa skarað framúr í hverjum flokki og verða þær sögur sendar í landskeppnina.

Í flokknum 5. bekkur og yngri fá eftirtaldir nemendur bækur eftir Roald Dahl:
The Giant Animal Journey Heba Rut Kristinsdóttir 5. ÍLG
The Story of the Pink Underwear Ghost Heiðdís Lílja Sindradóttir 5. GH
Bob’s Journey Danielius Helgi Liaugminas 5. ÍDK

Í flokknum 6. – 7. bekkur fá eftirtaldir nemendur bækur úr bókaflokknum “Bear Grylls Adventures”:
Journey Towards Safety? Hera Fönn Lárusdóttir 7. LH
Benidorm Here We Come Brianna Lind Sindradóttir 7. SH
The Journey Awaits Sigurður Elí Vignisson 7. LH

Í flokknum 8. – 10. bekkur fá eftirtaldir nemendur bækur úr bókaflokknum “Harry Potter”:
The Journey of Finding Me Again Bryndís Klara Árnadóttir 9. ERP
Pain is temporary. Regret is forever. Elma María Böðvarsdóttir 10. MÍ
Journey of a New Life Sólrún Njarðardóttir 9. ERP

Við óskum nemendum til hamingju með þetta.