Heil og sæl kæru foreldrar/forráðamenn.
Eins og venjulega tóku nemendur 5. - 10. bekkja þátt í ensku smásagnakeppninni sem félag enskukennara á Íslandi heldur á hverju ári fyrir grunn- og framhaldsskóla landsins.
Smásögurnar voru skrifaður út frá enska orðinu JOURNEY sem er þema keppninnar í ár.
Nemendur skrifuðu margar frábærar smásögur og hefur úrval þeirra verið sett upp á sýningu á bókasafninu í Sunnumörk í aðventunni og hvetjum við foreldra/forráðamenn til að eiga þar notalega stund með nemendum.
Hér er hægt að sjá hvaða viðburðir eru á dagskrá á bókasafninu: https://bokasafn.hveragerdi.is/ og einnig á Fésbókarsíðu bókasafnsins.
Skólinn verðlaunar sérstaklega þær 3 smásögur sem þóttu skara fram úr í hverjum flokki fyrir sig og munu 9 smásögur hljóta viðurkenningu. Í janúar verður upplýst hverjir eru vinningshafar og hvaða smásögur voru sendar í landskeppnina.
Bestu kveðjur frá enskudeildinni,
Bryndís Valdimarsdóttir
Genimar Adriana Aranguren Lopez
Ólafur Jósefsson