Umferðaröryggisreglur

Þann 1. janúar sl. tóku gildi ný umferðarlög nr. 77/2019. Á heimasíðu Samgöngustofu má finna samantekt á helstu nýmælum laganna er varða hjólreiðar og um öryggi hjólandi vegfarenda, þ.m.t. hjálmanotkun og skyldubúnað reiðhjóla. Jafnframt má nefna að vinsældir hlaupahjóla hafa aukist mikið hérlendis en þau lúta sömu reglum og reiðhjól hvað öryggisbúnað snertir. Skólinn tekur ekki ábyrgð á þessum farartækjum.

Sérstök athygli er vakin á því að börn yngri en 7 ára mega ekki koma á reiðhjóli í skólann nema í fylgd eldri einstaklings sem hefur þá náð 15 ára aldri.

Við Grunnskólann í Hveragerði eru eftirfarandi umferðaröryggisreglur á skólatíma:

Umferðaröryggisreglur GÍH

Rútuferðir

 • Nemendur noti ávallt öryggisbelti og sitji kyrrir í sætum sínum meðan rútan er á ferð.
 • Virðing, kurteisi og tillitssemi sé höfð að leiðarljósi.
 • Nemendur mæti stundvíslega í rútuna.
 • Bílsessur verði notaðar eftir þörfum.
 • Nemendur hlýði bílstjóra og fararstjórum.
 • Nemendur gangi vel um.
 • Matur og drykkur er ekki leyfður.

Gönguferðir

 • Nemendur noti endurskinsvesti eftir þörfum.
 • Ávallt skal ganga eftir gangbrautum og fylgja almennum umferðarreglum. Þetta á einnig við þegar nemendur fara í/úr sundtíma.
 • Stuðningsfulltrúar fylgi nemendum í 1. og 2. bekk í skólasel.

Hjólreiðar

 • Hjólreiðar eru bannaðar á skólatíma nema um vettvangsferð sé að ræða með leyfi kennara.
 • Búnaður sé í lagi, þ.á.m. bremsur, endurskin og/eða ljós.
 • Nemendur noti reiðhjólahjálm.
 • Nemendur fylgi almennum umferðarreglum um hjólreiðar.