Viðbrögð við áföllum

Við Grunnskólann í Hveragerði er starfandi áfallaráð. Hlutverk ráðsins er að samræma aðgerðir sem gripið er til ef stór áföll verða í skólastarfi eða einkalífi nemenda s.s. slys eða dauðsföll. Áfallaráð fer með verkstjórn og styður kennara í aðhlynningu þeirra við nemendur. Sýni fjölmiðlar atburðum áhuga, er skólastjóri eini tengiliður skólans við þá. Allir aðrir skulu vísa á hann varðandi allar upplýsingar. Í áfallaráði sitja; skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, deildarstjórar, sálfræðingur, ritari, námsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur og sóknarprestur. Áfallaráð fundar  einu sinni á ári  þar sem farið er yfir  hlutverk og vinnuferli ráðsins.