Eineltisáætlun

Olweusarverkefnið gegn einelti er ætlað að skapa þær aðstæður í skólanum að einelti viðgangist ekki. Hún er heildstæð nálgun sem nær til alls skólasamfélagsins. Í Grunnskólanum í Hveragerði er lögð rík áhersla á að nemendur tileinki sér heilbrigða lífshætti og jákvætt viðhorf.

Olweusaráætlunin miðar að því að bæta og skapa skólaumhverfi sem einkennist af:

  • Hlýju og hlutdeild fullorðinna.
  • Virku eftirliti fullorðinna í skólanum og á skólalóðinni.
  • Föstum römmum vegna óviðunandi atferlis.
  • Viðurlögum vegna óviðunandi atferlis.
  • Virkri hlutdeild nemenda með t.d. bekkjarfundum.

Markmiðið með vinnu í aðgerðaráætlun Olweusar er að skapa jákvætt félagslegt umhverfi. Ekki er um átak að ræða, heldur viðvarandi verkefni. Í desember ár hvert er lögð fyrir rafræn könnun með þátttöku nemenda í 4. – 10. bekk.

Í vinnu skólans gegn einelti eru foreldrar kallaðir til ábyrgðar og þar er umsjónarkennarinn í lykilhlutverki annað starfsfólk skólans. Foreldrar þurfa að vera virkir þátttakendur í verkefninu þar sem þeir eru mikilvægur hluti skólasamfélagsins.

Upplýstir nemendur eru að sjálfsögðu besta tryggingin fyrir því að einelti fái ekki þrifist í skólanum. Með reglulegum bekkjarfundum skv. uppskrift Olweusar getum við unnið saman öll sem eitt gegn einelti. Reglur gegn einelti eru ófrávíkjanlegar.

Eineltisteymi

Í skólanum er starfandi eineltisteymi undir stjórn verkefnastjóra. Teymið er kennurum til aðstoðar ef upp koma eineltismál. Það er lykilatriði í Olweusarverkefninu að mál séu leyst með samvinnu umsjónarkennara, nemenda og foreldra.

Hér má finna ráðleggingar fyrir foreldra

 

Vinnuferli þegar upp kemur grunur um einelti og/eða þegar samskipti nemenda eru neikvæð