Starfsmannastefna

Starfsmannastefna GÍH

Við ráðningu er nýju starfsfólki sýnt skólahúsnæðið og kynnt fyrir öðru starfsfólki. Jafnframt fær það aðgang að starfsmannahandbók og upplýsingar um trúnaðarskyldur sínar. Nýtt starfsfólk er boðað sérstaklega á fund á undirbúningsdögum að hausti. Á haustfundi kynna skólastjórnendur því húsnæði skólans og veita upplýsingar um ýmislegt sem varðar skólann og störf þeirra.

Það er hluti af auðlind hvers skóla að hafa í sinni þjónustu starfsfólk sem gerir skólann að því sem hann er. Það er forráðamönnum skólans ljóst að til þess að sem best takist að koma sýn skólans - visku, virðingu og vináttu - í framkvæmd og stuðla að framsæknu og öflugu skólastarfi þarf hann að hafa í þjónustu sinni vel menntað og hæft starfsfólk.

Til að svo megi verða er stefnt að eftirfarandi:

  • Að hafa í þjónustu skólans hæfileikaríkt starfsfólk með faglega þekkingu, menntun og áhuga á starfi með börnum og unglingum.
  • Að haga stjórnun og vinnutilhögun þannig að hæfileikar, frumkvæði og dugnaður hvers starfsmanns fái notið sín.
  • Að starfsmannafundir séu haldnir að minnsta kosti einu sinni í mánuði.
  • Að hafa starfsmannaviðtöl að minnsta kosti einu sinni á skólaárinu.
  • Að hvetja starfsfólk til þess að viðhalda menntun sinni og afla sér nýrrar þekkingar.
  • Að veita starfsmönnum sem mest svigrúm til að sinna tilrauna- og þróunarstarfi, námsefnisgerð og nýjungum á sviði menntunar og uppeldis.
  • Að efla gagnkvæma virðingu og traust meðal starfsfólks og nemenda.
  • Markvissri upplýsingagjöf til starfsfólks, m.a. með skilvirkri notkun upplýsingatöflu og tölvusamskiptum.