Heilsustefna - Heilsueflandi grunnskóli

Heilsustefna - Heilsueflandi grunnskóli

Í heilsustefnu Grunnskólans í Hveragerði er lögð almenn áhersla á heilbrigði og velferð nemenda og starfsfólks. Við upphaf skólaársins 2013-2014 sótti Grunnskólinn í Hveragerði um að gerast þátttakandi í Heilsueflandi grunnskóla á vegum Landlæknisembættisins og hefur síðan þá unnið samkvæmt verkefninu.  

Markmið stefnunnar er að allt daglegt starf í skólanum stuðli að betri líðan og heilsu allra sem þar starfa.

Heilsueflandi grunnskóli:

• Stuðlar að bættri heilsu og líðan nemenda og starfsfólks.

• Sér til þess að skólaumhverfið sé öruggt og hlúi að nemendum og starfsfólki skólans.

• Eflir nemendur í námi og félagslífi og til að vera virkir þátttakendur í hvoru tveggja.

• Vinnur með foreldrum og nærsamfélagi.

• Fléttar heilsu og velferð saman við daglegt skólastarf.

• Er í stöðugri þróun hvað varðar heilsueflingu í grunnskóla og þeim grunnþáttum sem undir hana falla.

Í Grunnskólanum í Hveragerði gefst nemendum kost á hafragraut á morgnana, ávöxtum, grænmeti og mjólk í nestistíma. Í hádeginu geta nemendur einnig fengið heitan mat og hollt meðlæti. Skólinn mælist til þess að nemendur komi með hollt og næringarríkt nesti í skólann.

 Við skólann starfar hópur sem vinnur að heilsueflandi verkefnum. Hópurinn fundar reglulega og fer í gegnum gátlista frá Landlæknisembættinu og vinnur að því að uppfylla atriðin á gátlistunum.

Sjá nánar um heilsueflandi grunnskóla hér:

https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/verkefni/item12346/Heilsueflandi_grunnskoli