Grunnskólinn í Hveragerði

 Mynd úti Grunnskólinn í Hveragerði

Einkunnarorð skólans eru  VISKA - VIRÐING - VINÁTTA

Visku og þekkingar aflar maður sér með því að takast á við lífið, hvort heldur er í leik eða starfi. Í skólanum vex kunnátta og leikni nemenda. Með visku að vopni erum við betur í stakk búin til þess að takast á við verkefni nútíðar og framtíðar. Virðing endurspeglast í þeirri kurteisi sem við sýnum hvert öðru. Hvernig við tölum við annað fólk, hvernig við tölum um það og hvernig við förum með eigur okkar og annarra. Við virðum skoðanir annarra og tökum tillit til ólíkra þarfa, aðstæðna, langana og væntinga til hvers og eins. Vinátta er mikilvægur þáttur þess að fólki upplifi lífshamingju og líði vel í leik og starfi. Hún er einn af hornsteinum daglegra samskipta og undirstaða vellíðanar og framfara.