Vorskóli GÍH

Í dag og á morgun fer fram vorskóli GÍH fyrir elstu börn leikskólanna í sveitarfélaginu sem munu byrja í 1. bekk í haust.

Markmiðið er að börnin fái að kynnast skólahúsnæðinu og umsjónarkennurum fyrir sumarið.

Í vorskólanum verður spjallað og sungið, farið í hringekju o.fl. Þá heimsækir hópurinn jafnframt íþróttahús skólans.