Um þessar mundir fer fram foreldrakönnun Skólapúlsins fyrir grunnskóla, sem er liður í umbótaáætlun Grunnskólans í Hveragerði. Til viðbótar er óskað eftir því að foreldrar/forráðamenn taki þátt í stuttri viðhorfskönnun, sem einnig er liður í umbótaáætlun skólans. Viðhorfskönnun þessi er send til allra foreldra barna við skólann, ekkert úrtak líkt og í Skólapúlsi.
Spurt er um skólabyrjun á morgnana, upplýsingaflæði frá skólanum, skólasókn og ástundun, heimasíðu og loks um það hvort nemendur fái far í skólann. Þátttaka í könnuninni er nafnlaus og tekur afar stutta stund.
Hér er hlekkur á könnunina