Þá er september genginn í garð með hressilegum rigningum.
Hér kemur skipulag mánaðarins:
5. september - Fimmtudagur: Skertur dagur, skóla lýkur kl 10:50. Bungubrekka opnar um leið og skóla lýkur, ekki þarf að skrá börn sérstaklega. Skólaakstur verður kl 11:00 & 15:00
23. september- Mánudagur: Foreldradagur. Foreldrar mæta með börnum sínum í samtal hjá umsjónarkennara. Tímabókanir opna nokkrum dögum áður. Bungubrekka er opin og skráning fer fram á Sportabler.
27. september - Föstudagur: Haustþing KS. Enginn skóli þennan dag. - Bungubrekka er lokuð þennan dag vegna skipulagsstarfs.
Leyfi og veikindi barna.
Ef sækja á um leyfi fyrir fleiri en 2 daga, þarf að gera það á heimasíðu skólans undir "leyfi"
Ef það eru 1-2 dagar sem barn er veikt eða þarf leyfi, er hægt að gera það á Mentor, undir flipanum "ástundun" og er þar hakað í efsta dálkinn ef barn er forfallað allan daginn.
Núna er einnig hægt að sækja um leyfi í stökum tímum inni á mentor, og er það gert í sama flipa, nema einungis hakað í þá tíma sem barnið er forfallað í.
Að lokum viljum við benda ykkur á heimasíðu Bungubrekku https://www.bungubrekka.hvg.is/. Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um frístundarstarf, skráningar í lengda viðveru vegna skipulagsdaga. Einnig eru þar upplýsingar um félagsmiðstöðina og rafíþróttaklúbbinn.
Starfsfólk GÍH