Komið þið sæl.
Hér koma helstu viðburðir utan venjulegs skólastarfs í febrúar sem við viljum vekja athygli foreldra á.
17. febrúar - Vetrarfrí.
18. febrúar - Vetrarfrí.
28. febrúar - Glitrandi dagur. - Dagur einstakra barna. - Sýnum stuðning og klæðumst einhverju sem glitrar.
Þá má minna á að Grunnskólinn í Hveragerði er hnetufrír skóli!
Einstaklingur með bráðaofnæmi fyrir hnetum þarf ekki að borða þær til að fá ofnæmisviðbrögð. Nóg er að hann komist í snertingu við matvæli sem innihalda hnetur. Einnig getur snerting við einstakling sem hefur verið að meðhöndla hnetur valdið svæsnum ofnæmisviðbrögðum. Allar tegundir af hnetum og möndlum geta valdið ofnæmisviðbrögðum. Við mælumst því til þess að skólanesti barnanna innihaldi ekki hnetur. Hafa skal í huga að hnetur leynast í mörgu svo sem hnetusmjöri, hnetujógúrt, ýmsu bakarísbrauði o.s.frv
Með vinakveðju, starfsfólk GÍH