Vegna framkvæmda við íþróttahús

Komið þið sæl.

Vegna framkvæmda við stækkun íþróttahússins hefur aðgengi að Kaupfélaginu/handmenntahúsi og Mjólkurbúi breyst og er ekki eins og best verður á kosið. 

Þar sem stór vinnutæki fara um planið við íþróttahúsið er það algjörlega lokað fyrir aðkomu nemenda og foreldra. 

  • Nemendur sem eiga leið í Mjólkurbúið þurfa að fara eftir merktri gönguleið (sjá kort).
  • Sama gildir um nemendur með heimastofur í aðalbyggingu skólans þegar þeir sækja smiðjur í Kaupfélaginu – þeir skulu ávallt fara þessa merktu leið. 

Við erum því miður í aðstæðum sem við vonum að vari ekki lengi, en eins og síðustu ár er umhverfið í kringum skólann byggingasvæði. Því ber öllum að fara að öllu með sérstakri gát.

Mikilvægt er að foreldrar sem aka börnum sínum til skóla noti eingöngu sleppistæðið við Fljótsmörk. Ekki annars staðar.

Við treystum á gott samstarf ykkar og þökkum fyrir skilning á meðan framkvæmdir standa yfir. 

Bestu kveðjur, Sævar Þór Helgason skólastjóri.