Vegna auglýsingar heilbrigðisráðherra 4.10.2020

Komið þið sæl,

Með tilkomu þriðju bylgju Covid 19 hefur verið hert á viðbragðsáætlun hjá okkur í Grunnskólanum í Hveragerði. Við höldum áfram að gæta að sóttvörnum og ætlum að verja nemendur og starfsmenn okkar fyrir smiti í skólanum. Einn liður í því er að takmarka umgengni utanaðkomandi aðila inn í skólahúsnæðið. Því munu engir teymisfundir fara fram inni í skólahúsnæðinu 5.-14. október 2020. Haft verður samband við þá foreldra/forráðamenn sem eiga bókaðan fund í skólanum í vikunni og þeim boðinn rafrænn fundur, eða frestun á fundartíma.

Foreldrar eru vinsamlega beðnir að takmarka komu í skólabyggingarnar við brýna nauðsyn og viðhafa þá persónubundnar sóttvarnir í hvívetna.

Við takmörkum enn fremur heimsóknir utanaðkomandi aðila til okkar og biðjum um gott samstarf um það.

Ekki verða breytingar á starfsemi leik- og grunnskóla. Lögð verði áhersla á einstaklingsbundnar smitvarnir eins og kostur er.

Við biðjum þá sem ekki þurfa nauðsynlega að eiga erindi við starfsfólk og nemendur, að virða þetta.

Við erum í þessu saman.

Með vinsemd og virðingu,
Starfsfólk Grunnskólans í Hveragerði