Útikennsla í 3. bekk

Nemendur í 3. bekk fara reglulega í útikennslu, í hverri viku. Í vikunni voru þau að læra um útilistaverk og fóru eftir það út í Listigarð og unnu sín eigin listaverk. Þau fengu frjálsar hendur með útfærslu á því en urðu að notast við þann efnivið sem þau fundu þar á jörðinni. Margs konar listaverk urðu til og myndirnar tala sínu máli. Frábær útistund með frábærum krökkum.