Guðjón Sigurðsson, Sigurður Þráinsson, Valdimar Bragason gamlir bekkjabræður og Margrét Magnúsdóttir fyrrverandi kennari við skólann ræða við nemendur vegna vinnu þeirra við tímalínu sem verður á opna húsinu.
Þann 17. október nk., verður opið hús hér í GÍH sem nánar verður auglýst innan skamms.
Þá býðst gestum og gangandi að heimsækja skólann og skoða nýjar viðbyggingar; 2. og 3. áfanga sem og eldri hluta skólabyggingarinnar. Opið verður í stofur og nemendur eru að vinna að skemmtilegu tímalínuverkefni sem verður til sýnis í nýjum matsal skólans. Boðið verður upp á léttar veitingar.