Undirbúningur fyrir opið hús í GÍH 17.10.2025

Guðjón Sigurðsson, Sigurður Þráinsson, Valdimar Bragason gamlir bekkjabræður og Margrét Magnúsdóttir…
Guðjón Sigurðsson, Sigurður Þráinsson, Valdimar Bragason gamlir bekkjabræður og Margrét Magnúsdóttir fyrrverandi kennari við skólann ræða við nemendur vegna vinnu þeirra við tímalínu sem verður á opna húsinu.

Þann 17. október nk., verður opið hús hér í GÍH sem nánar verður auglýst innan skamms.

Þá býðst gestum og gangandi að heimsækja skólann og skoða nýjar viðbyggingar; 2. og 3. áfanga sem og eldri hluta skólabyggingarinnar. Opið verður í stofur og nemendur eru að vinna að skemmtilegu tímalínuverkefni sem verður til sýnis í nýjum matsal skólans. Boðið verður upp á léttar veitingar.