Mynd af vef Knattspyrnusambands Íslands
Það var risastór áfangi fyrir Grunnskólann í Hveragerði og samfélagið hér í bæ þegar tveir nemendur skólans, Brynjar Óðinn Atlason nr. 2 (f. 2009) og Markús Andri Daníelsson Martin nr. 15 (f. 2010), skipuðu byrjunarlið íslenska U16 karla landsliðsins í landsleik gegn Sviss. Leikurinn var fyrsti leikur Íslands á UEFA Development Tournament sem fram fór í Svíþjóð, og lauk með glæsilegum 2–0 sigri Íslands.
Aukinheldur hefur Björgey Njála Andreudóttir (f. 2010), nemandi við skólann verið við æfingar með U16 kvennalandsliðinu og er á góðri leið með að festa sig í sessi með sínu liði.
Frábær árangur þessa unga íþróttafólks endurspeglar bæði mikla elju þeirra og öflugt íþróttastarf í Hveragerði. Áfram Hamar!