Sérstakur afsláttur fyrir nýnema á blásturshljóðfæri 2025-2026
Tónlistarskóli Árnesinga býður nemendum í Hveragerði upp á nám á blásturshljóðfæri á 50% afslætti í vetur.
Blásið er til sóknar með heimamönnum um uppbyggingu blásarasveita í Hveragerði. Býðst nemendum einstakt tækifæri til að bætast í hópinn og kynnast skemmtilegu starfi.
- Skólagjald 2025-2026 (30 mín./viku í allan vetur): 39.850 kr (í stað 79.700).
- Hljóðfæraleiga felld niður í vetur.
- Gildir aðeins fyrir nýnema á blásturshljóðfæri með lögheimili í Hveragerði og Ölfusi.
- Takmarkað pláss í boði (örlítið svigrúm núna í haust, en fleiri pláss frá áramótum).
- Nemendur í 3. – 5. bekk ganga fyrir.
Sótt er um rafrænt á www.tonar.is – UMSÓKN UM SKÓLAVIST
- Umsóknarfrestur er til 15. september 2025.
Kennarar:
Gunnlaugur Bjarnason: Málmblástur (trompet, horn, básúna, túba)
Sæbjörg Eva Hlynsdóttir: Tréblástur (þverflauta, saxófónn, klarínetta)
Frekari upplýsingar um tónlistarskólann og hljóðfæranám má nálgast á heimasíðu
tónlistarskólans www.tonar.is, í síma 482 1717 og tonar@tonar.is